fimmtudagur, maí 25, 2006

Nýtt blogg
Langar bara að segja ykkur að ég hef stofnað nýtt blogg svo ég líklega hætti með þetta, svona þegar allir hafa tekið eftir því að ég er með nýtt blogg

www.kruttid.bloggar.is

fimmtudagur, maí 04, 2006

Nýjustu fréttir!!!
Langaði nú bara að segja ykkur að væri orðinn reiðhjólaeigandi líkt og margir aðrir á höfuðborgarsvæðinu. Ég er þó ekki hluti af "Hjólað í vinnuna" líkt og þessi 400 lið sem hafa skráð sig, heldur hef ég bara gaman að þessu og kjörið að koma sér í form í þessu.

The End ;)

laugardagur, apríl 29, 2006

Þetta er skondið
Ef ég væri staddur í Þýskalandi og segði einhverjum að ég væri kallaður Gummi, þá myndi viðkomandi halda að ég væri mjög skrítinn. Því í Þýskalandi þýðir þýska orðið Gummi, strokleður, viðarkvoða og barði (t.d á bíl).

Held að það eina skemmtilega við að læra þýsku er þegar maður skoðar orðabókina ;)

föstudagur, apríl 28, 2006

Skrítin vika
Vikan sem fer senn að ljúka er búin að vera dáldið erfið. Mér tókst að snúa sólarhringnum við en stundum var það alveg þessi virði, sérstaklega ef maður var með góðum vinum :)
Það var allavega í vikunnni þegar ég og Bára ákvaðum að fá okkur pítsu um miðja nótt svo við fórum á honum Skarphéðinn og rúntuðum af stað í att að pítsustað í Reykjavík.
Við urðum að stoppa á bensínstöð því það vantaði olíu á bílinn. Ég opnaði húddið en um leið vissi ekkert hvað ég var að gera, svo ég fékk hjálp frá stelpu sem var þarna í reykingapásu. Eftir smá athugun fór ég inn í búð og fékk aftur aðstoð við að finna réttu olíuna á bílinn og þegar ég ætlaði að setja olíuna á bílinn þá vissi ég ekkert hvar
Ég fékk Báru til að hjálpa mér og stelpuna í reykingapásunni sem endaði svo þannig að einhver gaur sem var nýkominn á bensínstöðina, til þess að hjálpa okkur og þetta tókst að lokum :)

Þar næst fórum við á BSÍ og keyptum okkur pítsusamloku en sumir segja að þetta sé nú bara pappi og olia. Ja mér fannst þetta allavega besti pappi sem ég hef smakkað

Já svona var ein af mínum nóttum sem svo endaði þannig að ég fór heim að sofa um kl 5. En þetta er allt saman á enda, vonandi.....

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Test???
Skondið, ég fékk: Ég stakk kærastann minn því ég er alltaf að prumpa
Ég vil að þið hin sem gerið þetta segið mér í komment hvað þið fenguð :)

Veldu mánuðinn sem þú fæddist:

Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember- Ég kúkaðiá

Veldu núna afmælisdaginn þinn:

1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asíksum skiftinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Stein
16. DVD spilara
17. Klámstjörnu
18. Síma
19. Tölvu
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskifting
27. Yddara
28. Skólaumsókn
29. Birgittu Haukdal
30. Tappatogara
31. Prentara

Veldu Þriðja stafinn í eftirnafninu þínu:

A- Afþví að ég elska súkkulaði
B- Afví að mér leiddist
C- Afþví að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að ég þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tvem nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Afvþví mér finnst egg góð
H- Afþví að ég er á sýru
I- Afþví ég misteig mig
J- Afþví ég er með vörtu
K- Afþví mér líkar Cheer
L- Afþví að ég var skökk/skakkur
M- Afþví ég var full/ur
N- Afþví að mamma sagði mér að gera það
O- Afví ég er hýr
P- Því ér er einmanna
Q- Því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Afví að ég er gröð/graður
S- Því mig langar að deyja
T- Því ég hata skóla
U- Því ég þarf að fróa mér
V- Afþví að ég elska náttfata party
W- Afþví að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Afþví að ég elska prump
Ö- Því ég er að safna rassahárum

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Bloggi blogg
Já þið viljið blogg las ég einhver staðar. Sko, ég hef sko geðveikt mikið sko að segja, ef ég væri hjá Sko. Fékk víst bréf frá þeim um daginn þar sem fyrirtækið var að bjóða mér að koma yfir til þeirra en ég hef engann áhuga að skipta. Líkar vel þar sem ég er núna.

Ég fór á magadanssýningu á föstudaginn hjá vinkonu minni Völu. Hafði ekki hugmynd að þetta gæti verið svona skemmtilegt og ég tók alveg helling af myndum.

Það snjóaði í gær sem er alveg skiljanlegt þar sem að það er komið sumar!!!!

Prófin byrjuð og ég get svarið það að ég hreinlega varla nenni þessu, en ég verð að klára þetta. Svo kemur sumarið og þá verður fjör, plús að ég er að fara til Búlgaríu í sumar. Einhver sem hefur farið til Búlgaríu og langar að deila reynslu sinni til mín? Láttu mig vita :)

Jæja krakkar, er þetta nóg af bloggi í bili, hefur mér tekist að vökva þyrstann lýðinn???

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Jíbbí
1.apríl var á laugardaginn var. Ég var allavega gabbaður einu sinni. Hitt gabbið...ja það má alveg deila um það hvort viðkomandi hafi farið eftir gabblögunum.

Það er að koma páskafrí og jíbbí. Ég fæ mjög skemmtilega heimsókn á morgun, djamm, á laugardaginn verður verslað og öll helgin verður flottasta stelpuhelgi sem til er :)
Gaman gaman :)